Jólasveinainnrás í Magasin í nafni listarinnar

Magasin við Kongens Nytorv í Kaupmannahöfn.
Magasin við Kongens Nytorv í Kaupmannahöfn. mbl.is/GSH

Lögregla rak að minnsta kosti átta jólasveina út úr verslunarhúsi Magasin í miðborg Kaupmannahafnar í dag en sveinarnir reyndu að taka vörur úr hillum verslana og gefa viðskiptavinum. Um samræmdar aðgerðir jólasveinanna var að ræða því þeir komu allir inn í verslunarhúsið á hádegi. Talið er að um sé að ræða hluta af gerningi listamanns.

Að sögn fréttavefjar Berlingske Tidende minnir þetta á uppákomu, sem varð fyrir 32 árum þegar lögregla handtók um 30 jólasveina, sem réðust inn í Magasin og gáfu viðskiptavinum gjafir. Þeir sveinar reyndust vera félagar í leikfélaginu Sólvagninum og vildu með þessu vekja athygli á starfsemi félagsins.

Berlingske segist hafa fengið í hendur tölvupóst frá listamanninum Henrik Vestergaard, sem sérhæfir sig í gjörningum, en hann segist ætla að endurskapa 12 gjörninga sem Sólvagninn stóð fyrir á sínum tíma.

Ritzaufréttastofan segir, að lögreglan hafi greinilega fengið svipaðar upplýsingar því hún var viðbúin jólasveinainnrásinni í dag. Af jólasveinunum átta reyndust sex vera danskrar ættar en tveir voru Svisslendingar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert