Sjötti maðurinn handtekinn vegna tilræðisins í Madríd 2004

Spænskur lögreglumaður handjárnar einn þeirra sem handteknir voru í gær.
Spænskur lögreglumaður handjárnar einn þeirra sem handteknir voru í gær. Reuters

Sjötti maðurinn var handtekinn á Spáni í dag í tengslum við rannsóknina á sprengjutilræðunum er urðu 191 að bana í Madríd 2004, en fimm voru handteknir í gær, að því er innanríkisráðuneytið greindi frá. Hinir handteknu eru grunaðir um að hafa aðstoðað við flótta tveggja manna sem eru eftirlýstir vegna tilræðanna.

Í apríl voru 29 meintir íslamistar, flestir frá Marokkó, ákærðir fyrir aðild að tilræðinu. Af þeim voru sex ákærðir fyrirmorð og aðild að hryðjuverkasamtökum. Hafa saksóknarar farið fram á að mennirnir verði dæmdir í samtals 270.000 ára fangelsi. Samkvæmt spænskum lögum er þó hámarksrefsing fyrir hryðjuverk 40 ára fangelsi.

Mennirnir sem handteknir voru í gær eru grunaðir um að hafa aðstoðað tvo menn sem spænsk stjórnvöld grunuðu um aðild að tilræðunum við að flýja landið. Talið er að annar þeirra hafi síðan fallið í átökum í Írak.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert