Hæstiréttur Bandaríkjanna ógildir skaðabótadóm vegna reykinga

Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur ógilt dóm á lægra dómsstigi þar sem bandaríski tóbaksframleiðandinn Philip Morris var dæmdur til að greiða ekkju bandarísks reykingamanns 79,5 milljónir dala í bætur. Þykir þetta mikill sigur fyrir stórfyrirtæki þar í landi.

Fimm dómarar af níu vildu ógilda dóm, sem kviðdómur í Oregonríki kvað upp árið 1999. Kviðdómurinn dæmdi tóbaksfyrirtækið til að greiða eiginkonu Jesse Williams bætur en Williams lést tveimur árum áður af völdum lungnakrabbameins. Hann hafði þá reykt sígarettur af gerðinni Marlboro um árabil.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert