Rússar hvetja Úkraínumenn til að komast að málamiðlun

Stuðningsmaður Viktors Janukóvítsj kyssir hönd hans við þinghúsið í Kíev …
Stuðningsmaður Viktors Janukóvítsj kyssir hönd hans við þinghúsið í Kíev í dag Reuters

Utanríkisráðuneyti Rússlands hefur gefið út tilkynningu þar sem lýst er áhyggjum vegna ástandsins í Úkraínu. Segir í yfirlýsingunni að Rússar muni fylgjast grannt með þróun mála í landinu og hvatt til þess að deiluaðilar hlýði kröfum um að komast að málamiðlun til að tryggja stöðugleika í landinu.

Þá hefur Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands sagt að stjórnvöld í Moskvu séu reiðubúin að veita Úkraínumönnum aðstoð. Þrjú ár eru síðan Úkraínumenn snéru baki við Rússum í „appelsínugulu byltingunni” þar sem stjórnarstefna var tekin upp sem hallast meira að V-Evrópu en Rússlandi. Forsetinn Viktor Jútsjenkó var þar í fylkingarbroddi.

„Rússland er hlynnt stöðugleika í Úkraínu, í samræmi við stjórnarskrá landsins”, sagði Lavrov fjölmiðlum í dag, en hann er í opinberri heimsókn í Armeníu. „Ákvörðunin liggur hjá úkraínskum stjórnvöldum, en ef Kiev biður um hjálp get ég tryggt það að Rússland mun ekki hika”.

Viktor Jútsjénkó, forseti Úkraínu, skrifaði í gær undir tilskipun um að þing landsins skyldi rofið og boðað til nýrra kosninga 27. maí. Tók forsetinn þessa ákvörðun eftir að sjö klukkustunda lögnum fundi hans og leiðtoga þingflokka lauk án niðurstöðu.

Jútsjénkó hefur sakaði flokkana, sem mynda meirihluta á þingi landsins, um að brjóta gegn stjórnarskránni og taka ákvarðanir sem stríða gegn lögum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert