Sendi sjónvarpsstöð pakka á milli árásanna

Nemandinn sem skaut 32 til bana í Virginia Tech háskólanum í Bandaríkjunum á þriðjudag sendi sjónvarpsstöðinni NBC News ógnandi bréf og myndir af sér daginn sem fjöldamorðin voru framin. Pakkinn með bréfunum og myndunum var sendur frá háskólasvæðinu og bendir póststimpillinn til þess að hann hafi verið sendur á þeim tveimur tímum sem liðu á milli þess sem fyrstu tvö fórnarlömbin féllu á heimavist skólans og þar til maðurinn Cho Seung-hui hóf að skjóta á fólk í skólastofu í skólanum. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

"Þið höfðuð hundrað milljón tækifæri til að gera hlutina öðruvísi og koma í veg fyrir þetta, segir Chi m.a. í myndbandi sem birt hefur verið á NBC Nightly News. "En þið ákváðuð að úthella blóði mínu. Þið hröktuð mig inn í horn og gáfuð mér aðeins einn valmöguleika. Ákvörðunin var ykkar. Nú hafið þið blóð á höndum ykkar sem aldrei verður skolað í burtu."

"Ég þurfti ekki að gera þetta. Ég hefði getað farið. Ég hefði getað lagt á flótta en nei ég mun ekki flýja lengur."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert