Fitan innvortis í grannvöxnu fólki?

Offita hefur aukist mikið í Evrópu á undanförnum árum.
Offita hefur aukist mikið í Evrópu á undanförnum árum. Reuters

Mælingar með nýrri tækni þykja benda til þess að fita safnist fremur saman innvortis í grönnu fólki en feitlögnu en læknar segja samansafnaða fitu í kring um hjarta, lifur og briskirtli geta verið jafn hættulega heilsu manna og fitu sem liggur undir húðinni.

Dr. Jimmy Bell, prófessor í sameindalíkönum við Imperial College í London London segir nýjustu tækni sýna að að fólk sé ekki endilega laust við fitu þótt hún sjáist ekki utan á því en Bell og samstarfsmenn hans hafa skannað 800 einstaklinga og kortlagt fitusvæði líkama þeirra á vegum bresku samtakanna Medical Research Council.

Samkvæmt niðurstöðunum er fólk sem heldur sér grönnu með því að halda í við sig í mat fremur en hreyfingu líklegra til að safna innvortis fitu en þeir sem eru vel í holdum en hreyfa sig reglulega. „Það að fólk sé grannvaxið þýðir ekki að það sé ónæmt fyrir sykursýki eða öðrum áhættuþáttum hjartasjúkdóma,” segir Dr. Louis Teichholz, yfirlæknir hjartadeildar Hackensack-sjúkrahússins í New Jersey í Bandaríkjunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert