Telja að Brown muni kalla breskt herlið heim frá Írak

Gordon Brown fyrir utan Downingstræti 10, sem væntanlega verður heimili …
Gordon Brown fyrir utan Downingstræti 10, sem væntanlega verður heimili hans innan skamms. Reuters

Bandaríkjamenn búist við því, að þegar Gordon Brown verður forsætisráðherra Bretlands í sumar verði það eitt hans fyrsta verk að tilkynna að breskur her verði kallaður heim frá Írak. Blaðið Sunday Telegraph segir að embættismenn í Hvíta húsinu hafi varað George W. Bush, Bandaríkjaforseta, við því að þetta muni gerast.

Blaðið segir að embættismenn hafi sagt Bush, að hann megi búiast við því að Brown gefi út yfirlýsingu á fyrstu 100 dögunum eftir að hann tekur við völdum, um brottflutning breska hersins frá Írak. Verði þetta gert til að auka vinsældir nýja forsætisráðherrans í skoðanakönnunum.

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagði þegar hann heimsótti Írak í gær, að eftirmaður hans myndi fylgja stefnu sinni gagnvart Írak.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert