Barist í Líbanon þriðja daginn í röð

Bardagar héldu áfram í el-Bared, flóttamannabúðum Palestínumanna í Líbanon í dag, þriðja daginn í röð, eftir að hlé var gert á þeim í nótt. Líbanskt stórskotalið gerði atlögu að öfgamönnum í búðunum strax í dögun. Fjölgað hefur verið í liði hersins við búðirnar, sem eru í útjaðri Trípolí, og er stefnt að því að hrekja öfgamennina frá flóttamannabúðunum eða eyða honum.

Talsmenn íslömsku Jihad samtakanna hafa reynt að semja um vopnahlé, fulltrúi samtakanna, Abu Ahmed Rifai, sagði að öfgamenn hefðu boðist til að draga sig í hlé, talsmenn líbanska hersins hafa hins vegar ítrekað þá afstöðu hersins að ekki sé skotið að fyrra bragði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert