Atlantis snýr heim í dag

Hér sést þegar Atlantis geimferjan tengist Alþjóðlegu geimstöðinni.
Hér sést þegar Atlantis geimferjan tengist Alþjóðlegu geimstöðinni. Reuters

Geimskutlan Atlantis snýr loks aftur til jarðar í dag, eftir þrettán daga ferðalag sem reyndist heldur lengra og viðburðaríkara en áætlað var. Geimfararnir sjö gistu um borð í flauginni í nótt, en leggja af stað til jarðar síðdegis. Geimferðin þykir hafa heppnast nokkuð vel þrátt fyrir uppákomur.

Geimfararnir gerðu m.a. við lausan flipa á hitahlíf aftarlega á geimskutlunni en upp komst um vandann eftir að Atlantis lagðist að alþjóðlegu geimstöðinni ISS. Einnig þurftu þeir að tengja framhjá biluðum rafstraumsrofa sem hafði valdið tölvuvandræðum um borð í geimstöðinni sjálfri. Aðaltölvur stöðvarinnar fengu ekki straum í tvo sólarhringa, en fóru í gang eftir að menn komust að rót vandans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert