Með blýant í höfðinu í 55 ár

Þýsk kona hefur í 55 ár verið með blýant í höfðinu. Læknar hafa nú fjarlægt stærsta hlutann af blýantinum en urðu að skilja eftir smá bút vegna þess að ekki var hægt að fjarlægja hann. Konan hefur þjáðst af höfuðverk og blóðnösum nær allt sitt líf en er nú verkjalaus að sögn lækna og hefur endurheimt lyktarskyn.

Fram kemur á fréttavef breska ríkisútvarpsins, að þegar konan, sem heitir Margret Wegner, var fjögurra ára hafi hún dottið og 8 sm langur blýantur, sem hún hélt á, stakkst í gegnum kinnina og alla leið inn í heila.

Á þessum tíma töldu læknar að of áhættusamt væri að reyna að fjarlægja blýantinn vegna þess að slík aðgerð gæti valdið heilaskemmdum. Nútíma tækni gerði hins vegar Hans Behrbohm, augnskurðlækni á Berlin-Weissensee sjúkrahúsinu, kleift að fjarlægja stærstan hluta blýantsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert