Æ fleiri þrælar koma í ljós á kínverskum vinnumarkaði

Þrælar sem bjargað var úr ánauð í sumar
Þrælar sem bjargað var úr ánauð í sumar AP

Fleiri hundruð andlega fatlaðra einstaklinga hefur verið bjargað úr ánauð í verksmiðjum í Kína að undanförnu, samkvæmt upplýsingum frá stjórnvöldum. Hefur alls 1.340 manns, þar af eru 367 andlega fatlaðir, verið bjargað eftir að rannsókn hófst á þrælahaldi í múrsteinsverksmiðjum í júní.

Að sögn aðstoðar atvinnu- og félagsmálaráðherra Kína, Sun Baoshu, hafa 147 verið handteknir vegna þrælahaldsins. Hafa 60 þegar verið dæmdir fyrir aðild að þrælahaldinu, þar af einn til dauða. Kínversk stjórnvöld greindu frá því í síðasta mánuði að 95 liðsmenn kommúnistaflokks landsins hafi verið refsað fyrir aðild að þrælahaldinu en flestir þeirra fengu einungis áminningu.

Að sögn Sun nær rannsókn á þrælahaldi í kínversku atvinnulífi til vinnustaða 12,67 milljónir manna en í ljós hefur komið að 67 þúsund vinnustaðir sem hafa verið rannsakaðir starfa án nauðsynlegra leyfa. Er það um fjórðungur allra vinnustaða sem eru til rannsóknar í Kína vegna meints þrælahalds.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert