Matseld fátæktarinnar segir til sín í Mississippi

Offita barna er víða vandamál.
Offita barna er víða vandamál. AP

Mississippi er það ríki Bandaríkjanna þar sem offita er hvað útbreiddust en samkvæmt nýrri rannsókn stofnunarinnar The Trust for America's Health eru 30% fullorðinna íbúa ríkisins of feitir. Þá vara sérfræðingar stofnunarinnar við því að ef fram haldi sem horfi muni helmingur íbúa ríkisins vera of feitir árið 2015.

"Við eigum langt í land. Við elskum djúpsteiktan kjúkling og eiginlega allt sem er djúpsteikt eins og allt annað feitmeti sem við getum fundið í Mississippi," segir Steve Holland, þingmaður ríkisins og formaður lýðheilsunefndar Bandaríkjaþings. Þá segir hann að verði ekki gripið til róttækra aðgerða vegna vandans muni íbúar ríkisins innan tíðar standa frammi fyrir stórauknum útgjöldum vegna sykursýki og annarra kvilla.

Mississippi er eitt fátækasta ríki Bandaríkjanna og er fátækt talin ein höfuðástæða þess að orðið hefur til matarmenning í ríkinu sem einkennist af djúpsteiktum réttum en með matreiðslu þeirra er talið að fólk hafi viljað drýgja þann litla mat sem það hafði

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert