Benedikt XVI hvetur til umhverfsverndar

Benedikt XVI í á Péturstorgi
Benedikt XVI í á Péturstorgi AP

Benedikt XVI, páfi, hvatti í dag unga kaþólikka til að taka frumkvæði í að hugsa betur um jörðina og auðlindir hennar. Páfi hélt ræðu í dag úti undir beru lofti á ungmennaráðstefnu kaþólsku kirkjunnar í bænum Loreto á Ítalíu. Sagði hann einkum mikilvægt að vernda vatnsforða jarðarinnar þar sem það gæti valdið ófriði og spennu ef honum verður ekki skipt á sanngjarnan hátt.

Páfi hefur verið í nokkurs konar umhverdisverndarherferð og hefur m.a. tjáð sig um skógareldana í Ítalíu nýlega og umhverfisáhrif þeirra. Páfagarður hefur gripið til aðgerða síðan Benedikt XVI tók við embætta á borð við að fjárfesta í skógræktarverkefnum til að kolefnisjafna útblástursmengun sína, auk þess sem sólarorkurafhlöður hafa verið settar upp á þökum Vatikansins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert