Laura Bush skammar stjórnina í Myanmar

Laura Bush hefur ekki oft áður tjáð sig um alþjóðastjórnmál.
Laura Bush hefur ekki oft áður tjáð sig um alþjóðastjórnmál. AP

Laura Bush, eiginkona Bandaríkjaforseta hefur ekki oft kvatt sér hljóðs í heimspólitíkinni en í dag hélt hún lítinn blaðamannafund þar sem hún vakti athygli á þrengingum lýðræðissinna í Myanmar.

Ég vil að þeir viti að lönd heimsins fordæma aðgerðir ríkisstjórnarinnar í Burma þegar þeir hrella og fangelsa friðsamlega mótmælendur,” sagði Bush.

Fram til þessa hefur Laura Bush ekki látið til sín taka á alþjóðavettvangi. Hún er fyrrum bókasafnsfræðingur og hefur stutt bókastefnur og aðra bókmenntatengda viðburði en hefur forðast að tjá sig um alþjóðleg málefni.

„Ég hef ávalt haft áhuga á stjórnmálum og alþjóðlegum málefnum sem þessu, allan tímann sem George hefur verið í forsetaembættinu,” sagði eiginkona hans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert