Sharif sendur í útlegð á ný

Nawaz Sharif í flugvél Pakistani International flugfélagsins í gærkvöldi
Nawaz Sharif í flugvél Pakistani International flugfélagsins í gærkvöldi AP

Stjórnvöld í Pakistan sendu Nawaz Sharif, fyrrum forsætisráðherra landsins, í útlegð á ný í morgun eftir að hafa dvalið í einungis fjórar klukkustundir í landinu. Sharif var handtekinn strax við komuna til Islamabad í morgun en hann hefur verið í útlegð í Sádi-Arabíu og Bretlandi í sjö ár. Var flogið með Sharif frá Pakistan og lá leiðin til Sádi-Arabíu, samkvæmt upplýsingum AP fréttastofunnar.

Sharif flaug frá Lundúnum í gærkvöldi en ætlun hans var að reyna að koma í veg fyrir að Pervez Musharraf verði endurkjörinn forseti landsins. Hæstiréttur Pakistans úrskurðaði í síðasta mánuði að Sharif gæti snúið aftur til landsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert