Kouchner segir heiminn verði að búa sig undir átök við Írana

Bernard Kouchner, utanríkisráðherra Frakklands.
Bernard Kouchner, utanríkisráðherra Frakklands. Reuters

Bernard Kouchner, utanríkisráðherra Frakklands, segir að heimurinn verði að búa sig undir hugsanleg hernaðarátök við Írana vegna kjarnorkuáætlunar þeirra. “Við verðum að búa okkur undir það versta og það versta er stríð,” sagði hann í útvarps og sjónvarpsviðtölum í Frakklandi í gær. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

Kouchner sagði að reyna ætti samningaviðræður við Írana til þrautar en að kjarnorkuþróun þeirra skapi raunverulega hættu um allan heim. Þá sagði hann að nokkur frönsk fyrirtæki hafi verið beðin um að sækjast ekki eftir viðskiptum við Írani.

"Við bönnum ekki frönskum fyrirtækjum að starfa þar en höfum ráðið þeim frá því. Þetta eru einkafyrirtæki en ég held að ráðum okkar hafi verið fylgt og ég veit að við erum ekki einir um að hafa gert þetta,” sagði hann.

Þá sagði hann Evrópusambandið vera að undirbúa refsiaðgerðir gegn Írönum að tillögu Þjóðverja.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert