Interpol leitar eftir aðstoð á Netinu við að handsama barnaníðing

Alþjóðalögreglan Interpol hóf í dag alþjóðlega leit að manni sem er grunaður um að hafa sett myndir af sjálfum sér nauðga ungum drengjum inn á Netið. Interpol hefur gefið út alþjóðlega handtökuskipun á hendur manninum sem er birt á vef Interpol ásamt mynd af barnaníðingnum. Er þetta í fyrsta skipti sem Interpol biður almenning um aðstoð við að leita að glæpamanni með þessum hætti.

Yfirmaður Interpol, Ronald Noble, segir að um árabil hafi birst myndir á Netinu af þessum manni misþyrma börnum kynferðislega. Interpol hafi reynt allt sem í þeirra valdi stendur til þess að bera kennsl á hann og draga hann fyrir rétt en það hafi ekki enn tekist. Ef við fáum ekki aðstoð almennings til þess að hafa upp á honum þá gæti hann haldið áfram að nauðga og misþyrma ungum börnum á aldrinum sex ára og fram á unglingsár kynferðislega, segir Noble.

Samkvæmt upplýsingum frá Interpol tókst sérdeild lögreglunnar í Þýskalandi að búa til mynd af manninum úr þeim myndum sem birst hafa á Netinu þar sem hann misþyrmir börnum. Hvorki er vitað hvað hann heitir eða hvers lenskur hann er.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hefur um 200 myndum verið dreift á Netinu þar sem maðurinn misþyrmir 12 drengjum kynferðislega. Talið er að myndirnar séu teknar í Kambódíu eða Víetnam.

Kristin Kvigne, sem vinnur innan mansalsdeildar Interpol, segir að ekki sé verið að biðja almenning um að taka völdin í sínar hendur með beiðninni enda ekki hægt að staðfesta að um réttan mann sé að ræða án fulltingis lögreglu. En ef einhver hefur einhverjar upplýsingar sem gætu aðstoðað við leitina að manninum að hafa samband við lögregluyfirvöld í sínu heimalandi eða Interpol.

Vefur Interpol

Mynd af manninum sem leitað er að fyrir barnaníð
Mynd af manninum sem leitað er að fyrir barnaníð Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert