Tugir handteknir í aðgerðum gegn mafíunni á Sikiley

Tuttugu og fimm félagar í mafíunni á Sikiley voru handteknir í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu á austurhluta eyjarinnar í morgun. Allt að 200 lögreglumenn tóku þátt í aðgerðunum, sem beindust að Santapaolaættinni en Angelo Santapaola, höfuð ættarinnar, fannst látinn um síðustu mánaðamót.

Símhleranir leiddu í ljós, að mjög hreint kókaín hefur verið flutt frá Napólí til Catania og nágrenni á Sikiley og tengsl eru á milli Santapaolaættarinnar og La Camorraættarinnar í Napólí.

Þeir sem voru handteknir í dag eru einnig grunaðir um að hafa kúgað fé úr verslunareigendum og athafnamönnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert