Japanar auka þrýsting á Búrma

Japanar hafa fryst greiðslur upp á 4,7 milljónir dala sem áttu að fara í reka miðstöð í háskólanum í Rangoon í Búrma á sama tíma og efnahagsþvinganir gagnvart ríkisstjórn landsins færast í aukana. Stjórnvöld í Japan gripu til þessara aðgerða eftir að japanskur blaðamaður lét lífið þegar herforingjastjórnin í landinu lét bæla niður mótmæli í síðasta mánuði.

Aðgerðir Japana eru sagðar lýsa þeim miklu áhyggjum sem þeir hafa af ástandinu þar í landi að sögn ráðherra í Japansstjórn.

Í gær herti Evrópusambandið refsiaðgerðir sínar gagnvart Búrma og þá hvatti Bandaríkjastjórn til þess að gripið verði til aðgerða gagnvart leiðtogum landsins.

Japan er eitt þeirra ríkja sem veitir Búrma hvað mesta fjárhagslega aðstoð.

Féð átti að renna til miðstöðvar í háskólanum í Rangoon þar sem hagfræði, stjórnun og japanska átti að vera kennd.

En Japanar brugðust hart við eftir að fréttamaðurinn Kenji Nagai var skotinn til bana í Búrma og þetta hefur leitt til harðari afstöðu gagnvart þarlendum yfirvöldum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert