Forseti Kúrda í Írak vill að PKK leggi niður vopn

Tyrkneskur hermaður á landamærunum við Írak.
Tyrkneskur hermaður á landamærunum við Írak. Reuters

Forseti sjálfstjórnarhéraða Kúrda í norðurhluta Íraks hvatti í morgun Verkamanna Flokk Kúrda, PKK að leggja niður vopn og hætta tveggja áratuga skæruhernaði gegn Tyrklandi. „Við hvetjum PKK til að stöðva árásirnar og hætta vopnuðum aðgerðum sínum,” stóð í tilkynningu frá skrifstofu Massud Barzani forseta sjálfstjórnarhéraðanna.

„Við samþykkjum ekki á nokkurn hátt að okkar héruð séu notuð sem bækistöð til að ógna öryggi nágranna þjóða,” segir í tilkynningunni. Þar kemur jafnframt fram að forsetinn telji að Kúrdar í Írak styðji stjórnarskrá Íraks og að árásir PKK á Tyrkland samræmist henni ekki.

Tyrkneski forsætisráðherrann, Recep Tayyip Erdogan tilkynnti í London þar sem hann er í opinberri heimsókn að Ankara hefði ekki útilokað að tyrkneski herinn myndi grípa til aðgerða gegn PKK í Írak eins og tyrkneska þingið samþykkti í síðustu viku.

Tyrkir skipuleggja árásir yfir landamærin
Yfirstjórn tyrkneska hersins munu funda í dag með æðstu mönnum landsins og ræða fyrirhugaðar hernaðaraðgerðir gegn skæruliðum PKK í Írak. Stuðningur almennings í Tyrklandi við slíkar aðgerðir hefur aukist undanfarnar vikur og hefur tyrkneski herinn flutt herlið að landamærunum.

Samkvæmt AP fréttastofunni varaði tyrkneska stjórnin Írak, Bandaríkin og Bandamenn þeirra í Írak við því að skammt væri þess að bíða að árás yrði gerð yfir landamærin. Tyrkir segja að ef íraska stjórnin aðhefst ekkert í málinu muni verða gripið til vopnaðra aðgerða og það muni ekki vera boðið upp á nein vopnahlé í aðgerðunum gegn PKK.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert