Einn látinn í skotárás í Finnlandi

Að minnsta kosti einn lést í skotárás í morgun í skóla í Tusby, skammt frá Helsingfors í Finnlandi. Árásarmaðurinn er sagður vera átján ára gamall nemandi skólans en sá látni er sagður rektor skólans. Þrír aðrir hafa orðið fyrir skotum og munu margir hafa meiðst er þeir fengu glerbrot yfir sig. Árásarmaðurinn gekk enn laus nú í hádeginu og íhugar lögregla að ráðast inn í skólann, en óttast er að pilturinn taki gísla.

Fréttavefurinn Aftenposten.se segir frá því að nemandinn hafi hafið skotárásina í tíma. Um 500 ungmenni ganga í skólann, sem er framhaldsskóli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert