Hezbollah býður Ísrael byrginn

Frá átökum Ísraelshers við Hezbollah í Líbanon í fyrra.
Frá átökum Ísraelshers við Hezbollah í Líbanon í fyrra. Reuters

Leiðtogi Hezbollah, Hassan Nasrallah tilkynnti í dag að það gætu engin öfl afvopnað Hezbollah og ítrekaði að samtökin væru reiðubúin undir frekari vopnuð átök við Ísrael eftir stríðið í fyrra. „Það getur enginn afvopnað Hezbollah,” sagði Nasrallah í ræðu sem sjónvarpað var á Al-Manar sjónvarpsstöð sjíta-samtakanna.

„Allur heimurinn er ekki fær um að fylgja eftir klausunni í ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna númer 1559 sem fjallar um afvopnun andspyrnunnar,” sagði hann.

Ályktunin sem gerð var 2004 fór fram á afvopnun og upplausn allra erlendra og innlendra vígahópa sem starfræktir voru í Líbanon, þar á meðal Hezbollah sem segist vera lögleg andspyrnuhreyfing sem berjist geng Ísrael.

„Andspyrnan í Líbanon hefur ákveðinn vilja, mannafla og nægan vopnaforða,” til að mæta Ísrael í nýjum átökum sagði Nasrallah.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert