Tyrkir gefa til kynna að aðgerðir gegn Kúrdum séu yfirvofandi

Stuðningsmenn Verkamannaflokks Kúrdistans í suðurhluta Tyrklands stóðu fyrir mótmælum gegn …
Stuðningsmenn Verkamannaflokks Kúrdistans í suðurhluta Tyrklands stóðu fyrir mótmælum gegn hugsanlegum aðgerðum Tyrklandshers gegn skæruliðum á Norður-Írlandi. Reuters

Tyrkneskir herforingi gaf til kynna í kvöld, að Tyrkir væru að undirbúa hernaðaraðgerðir yfir landamæri Tyrklands og Íraks. Ekki kom hins vegar fram hvenær þær aðgerðir hæfust eða hve umfangsmiklar þær yrðu. Sagði herforinginn að herinn væri að framfylgja samþykkt tyrkneska þingsins, sem heimilar hernum að ráðast gegn skæruliðum Verkamannaflokks Kúrdistans, sem búið hafa um sig í norðurhluta Íraks.

Þing Tyrklands samþykkti í október tillögu ríkisstjórnar landsins um að heimild verði veitt til að senda hermenn yfir landamæri Íraks til að ráðast á bækistöðvar skæruliða Verkamannaflokks Kúrdistans. Hafa Kúrdar staðið yfir árásum á Tyrki yfir landamærin. Hafa Tyrkir flutt um 100 þúsund menn undir vopnum að landamærunum.

Í gær sagði ríkisstjórn Tyrklands, að Bandaríkin hefðu byrjað að láta Tyrkjum í té upplýsingar um hugsanleg skotmörk í norðurhluta Íraks.

Yfir 37 þúsund manns hafa látið lífið frá því Verkamannaflokkur Kúrdistans hóf vopnaða baráttu árið 1984 fyrir sjálfsstjórnarríki Kúrda í suðausturhluta Tyrklands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert