Castro býður sig fram til þings

Fidel Castro er hann kom fram í sjónvarpi fyrir nokkru.
Fidel Castro er hann kom fram í sjónvarpi fyrir nokkru. AP

Raul Castro segir bróður sinn Fidel Castro, leiðtoga Kúbu, ætla að bjóða sig fram í þingkosningunum sem fara munu fram í landinu í næsta mánuði. Segir hann bróður sinn vera vera nógu hraustan til að bjóða sig fram. Hann sé að þyngjast og stundi nú líkamsrækt í tvo tíma á dag. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

Castro fól bróður sínum tímabundið völd í landinu í júlí á síðasta ári er hann gekkst undir mikla aðgerð í meltingarvegi. Castro, sem er 81 árs og hefur farið með völd í landinu frá árinu 1959, þótti gefa í skyn í síðustu viku að hann væri að búa sig undir að láta af völdum.

„Hugur hans er sterkur og heilbrigður. Hann býr að fullu að sínu andlega atgervi. Hann á vissulega við ákveðna smávægilega líkamlega hömlun að stríða vegna þeirra erfiðleika sem hann hefur gengið í gegn um,” sagði Raul í sjóvarpsávarpi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert