Dómur fallinn í Tsjad

Hluti barnanna sem flytja átti frá Tsjad
Hluti barnanna sem flytja átti frá Tsjad Reuters

Sex starfsmenn frönsku hjálparsamtakanna Zoe's Ark hafa verið dæmdir í átta ára nauðungarvinnu í Afríkuríkinu Tsjad fyrir að reyna að smygla rúmlega hundrað börnum úr landinu í október. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

Yfirvöld í Frakklandi hafa lýst því yfir að þau muni reyna að fá sólkið framselt til Frakklands en framsalssamningur er í gildi á milli ríkjanna. Það gæti þó staðið í vegi fyrir framsali að ekki er hægt að afplána dóm um nauðungarvinnu í Frakklandi. 

Samtökin segja fólkið hafa ætlað að koma munaðarlausum börnum frá Darfur-héraði í Súdan til ættleiðingar í Evrópu. Yfirvöld í Tsjad segja börnin hins vegar vera frá Tsjad og að mörg þeirra eigi foreldra á lífi.

Réttarhöld yfir frönsku starfrsmönnunum hófust 21. desember og stóðu í fjóra daga. Þeir voru fundnir sekir um mannránstilraunir og mannréttindabrot gegn börnunum. Þá voru þeir fundnir sekir um að reyna að stinga af frá skuldum sem þeir hefðu safnað upp í landinu

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert