Sendiráðsstarfsmenn yfirgefa Belgrad

Bandaríska sendiráðið í Belgrad.
Bandaríska sendiráðið í Belgrad. Reuters

Búið er að fyrirskipa hluta starfsliðs bandaríska sendiráðsins í Serbíu að yfirgefa Belgrad, höfuðborg landsins, í kjölfar sendiráðsárásarinnar í gær. Aðeins sem hafa mikilvægustu embættunum að gegna verða eftir í borginni.

Um 1.000 mótmælendur kveiktu í sendiráðinu í gær. Þeir mótmæltu sjálfstæðisyfirlýsingu Kosovo, sem Bandaríkjamenn hafa viðurkennt.

Fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins að einnig hafi verið ráðist á sendiráð Breta, Þjóðverja, Króata, Belga og Tyrkja í borginni.

Forseti og forsætisráðherra Serbíu hafa báðir fordæmt árásirnar sem urðu einum manni að bana og særðu 100.

Talsmaður bandaríska sendiráðsins sagði í samtali við AFP-fréttastofuna að þessi ákvörðun hafi verið tekin af ótta við að yfirvöld í Serbíu geti ekki tryggt öryggi starfsmannanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert