Þúsund Tíbetar handteknir

Hátt í eitt þúsund Tíbetar voru handteknir í aðgerðum lögreglu í Lhasa um helgina. Herlögreglumenn fóru um borgina og leitað uppi fólk sem tekið hefur þátt í mótmælaaðgerðum gegn kínverskum yfirráðum. Heimildamenn segja að um 600 manns hafi verið handteknir á laugardaginn og rúmlega 300 til viðbótar á sunnudaginn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert