Norðmenn færðu rússneskan togara til hafnar

Rússneskur togari.
Rússneskur togari. AP

Norska strandgæslan fylgdi rússneskum togara til hafnar í Bodø í gær. Togarinn var að veiðum við Lofoten en grunur leikur á að hann hafi ekki veitt réttar upplýsingar um aflann.

Skipstjóri rússneska togarans verður yfirheyrður á mánudag. Lögregla fór um borð í skipið, eftir að það kom til hafnar, og fjarlægði skjöl og dagbækur.

Þetta er í annað skipti á nokkrum dögum, sem norska strandgæslan fylgir rússneskum togara til Bodø. Skipstjóri og útgerð togara frá Múrmansk féllst í vikunni á að greiða um 6 milljónir íslenkra króna í sekt fyrir fiskveiðibrot.

Á miðvikudag bárust fréttir af Rússar ætluðu að senda skip til verndarsvæðisins við Svalbarða til að fylgjast með veiðum rússneskra skipa þar og koma í veg fyrir að norsk strandgæsla tæki rússnesk fiskiskip.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert