Mikil spenna í Kristjaníu

Borgarhliðið í Kristjaníu.
Borgarhliðið í Kristjaníu. mbl.is/Ómar Óskarsson

Lögregla í Kaupmannahöfn staðhæfir að hundur sem skotinn var til bana af lögreglu í Kristjaníu í gær hafi ógnað lögreglumönnum áður en hann var skotinn. Mikil reiði er meðal íbúa Kristjaníu vegna dauða hundsins. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.

Mikil spenna hefur verið í Kristjaníu undanfarna daga og í gærkvöldi kom til átaka á milli lögreglumanna og íbúa svæðisins.

Átökin brutust út eftir að þrír lögreglumenn handtóku annan af tveimur mönnum, sem lögðu á flótta er þeir sáu lögreglu nálgast. Annar mannanna komst undan á hlaupum en er lögregla hafði handsamað hinn réðst hópur manna að þeim.

Segir lögregla hundinn hafa verið með mönnunum og að hann hafi virst mjög ógnandi. Því hafi einn lögreglumannanna tekið fram byssu sína og skotið hann. Lögregla beitti hins vegar kylfum í átökum sínum við mennina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert