Sjóræningjar tóku franskt skip

Franska skipið Le Ponant, sem sjóræningjar tóku í dag.
Franska skipið Le Ponant, sem sjóræningjar tóku í dag. AP

Sjóræningjar tóku í dag á sitt vald franskt skemmtiferðaskip á Adenflóa, úti fyrir strönd Sómalíu. Þrjátíu manna áhöfn var um borð í skipinu en engir farþegar, að því er franska utanríkisráðuneytið og útgerð skipsins greindu frá.

Skipið var á leið til Miðjarðarhafsins frá Indlandshafi. Ekki hafa borist frekari fregnir af málinu.

Sjóræningjar tóku rúmlega 20 skip úti fyrir Sómalíu á síðasta ári. Sómalía hefur engan flota, en óöld og stjórnleysi hefur ríkt í landinu í rúman áratug.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert