Bush sakaður um slóðahátt

Heimför bandarískra hermanna var frestað.
Heimför bandarískra hermanna var frestað. Reuters

Andstæðingar George W. Bush í Demókrataflokknum hafa sakað hann um að fresta erfiðum ákvörðunum í tengslum við Írak fram yfir forsetakosningarnar. Þessi gagnrýni kemur í kjölfar breytingu í hernaðaráætlun sem felur í sér að frá og með júlí verður áætluðum heimförum hermanna frá Írak frestað.

Samkvæmt fréttavef BBC segir Bush þetta herforingjanum David Petraeus kleift að meta betur hvert næsta skref verður í Írak.

Þessi ákvörðun verður líklega til þess að viðvera bandaríska hersins í Írak verður langt framyfir janúar 2009 þegar Bush lætur af störfum sem forseti landsins og að arftaki hans muni taka við stríðinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert