Annar fellibylur ógnar Búrma

Sameinuðu þjóðirnar greindu frá því í dag að annar fellibylur væri að myndast í grennd við Búrma, og hætta væri á að hann gengi yfir landið í kjölfar veðursins sem olli miklu manntjóni fyrir tæpum hálfum mánuði. Ekki væri þó ljóst hvar nýi fellibylurinn kynni að skella á.

Yfir sextíu þúsund manns létu lífið eða er saknað vegna fellibylsins sem gekk yfir strandhéruð búrma 2. og 3. maí.

Fulltrúi hjálparstofnunar SÞ sagði í dag að ekki væri ljóst hvort eða hvenær yfirvofandi veður næði fellibylsstyrk. Spáin kæmi frá veðurfræðimiðstöð SÞ. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert