Dvöldust í neyðarklefa 1.250 m undir yfirborði jarðar

8 sænskum námuverkamönnum var í dag bjargað eftir að hafa lokast inn í námu í 6 klst. í kjölfar eldsvoða sem upp kom. Atvikið átti sér stað í norðurhluta Svíþjóðar.

Flytja þurfti einn þeirra á spítala vegna öndunarerfiðleika en aðrir sluppu ómeiddir. Mennirnir þurftu að bíða sem áður segir í 6 klst. í sérstökum neyðarklefa 1.250 m undir yfirborði jarðar en aðeins ofar hafði kviknað í farartæki.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert