Földu sig í vatnstrukki

Bandaríska landamæraeftirlitið handtók í dag fjörutíu og níu ólöglega innflytjendur. Var verið að smygla þeim inn í landið í tankinum á vatnsbíl.

Embættismenn í eftirlitinu segja að fólkið hafi verið uppgötvað í dag þegar eftirlitsmaður sá bílinn á svæði nálægt San Diego sem venjulega er kallað Smyglaragil.

Talsmaður landamæraeftirlitsins sagði að þeir hefðu elt trukkinn eftir þjóvegi 5. Ökumaðurinn keyrði síðan út í vegkantinn og hljóp í burtu.  Hann var síðar handtekinn.

Eitthvað af fólkinu sem faldi sig í tankinum þjáðist af ofþornun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert