Nauðlending í Los Angeles

Þotan á vellinum í Los Angeles í dag.
Þotan á vellinum í Los Angeles í dag. AP

Þota American Airlines nauðlenti á flugvellinum í Los Angeles í dag eftir að reyks varð vart í farþegarýminu. Um borð voru tæplega tvö hundruð manns, og engan sakaði er allir yfirgáfu vélina um neyðarútganga. Engin merki sáust um eld í vélinni.

Lendingin gekk að óskum, en talsmaður flugfélagsins sagði að þotan, sem er af gerðinni Boeing 757, yrði tekin úr notkun tímabundið að meðan hún yrði yfirfarin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert