Michelle Obama ræðir fjölskylduna

Michelle Obama sagði persónulegar sögur af sjálfri sér og eiginmanni sínum á meðan hún undirbjó sig fyrir að tala á landsþingi Demókrata og sagði þær dæmigerðar bandarískar sögur. Vill hún með þessu kynna eiginmann sinn upp á nýtt fyrir bandarískum kjósendum.

Michelle Obama vill að bandarískir kjósendur læri að þekkja mann sinn sem einhvern sem skilur þeirra daglegu vandamál.

„Ég er hérna stödd vegna tækifæra sem faðir minn fékk og sem móðir mín fékk.Við erum það sem Bandaríkjamenn eigum að vera,“ sagði hún í viðtali við CNN.

Kjósendur þekkja Barack Obama af forsíðum blaðanna, vegna framandi nafns hans, framandlegs uppruna og af fréttum af litríkum fyrrverandi presti þeirra.

Nú á dögum eru makar forsetaframbjóðenda einnig í kastljósinu og vill Michelle senda þau skilaboð að hún trúi í einlægni á bandarísk gildi. Í kynningarherferð Obama segir að líf Michelle Obama sé: Hin bandaríska saga, hófsöm efni en stórir draumir og stuðningur frá ástúðlegum foreldrum.

Kosningaherferðin lét útbúa myndina South Side Girl sem lýsir lífi Michelle Obama og talar móðir hennar undir myndinni. Michelle ólst upp í suðurhluta Chicago. Hún verður kynnt á sviðið af bróður sínum, Craig Robinson, aðalkörfuboltaþjálfara Ríkisháskóla Oregon.

Móðir og bróðir Michelle Obama komu með henni að skoða sviðið sem hún mun stíga á á eftir. Dæturnar Malia og Sasha voru einnig með í för og systir Baracks Obama, Maya Soetoro-Ng.

Michelle Obama segir kjósendum oft frá því að maðurinn sinn geti verið kærulaus. Hún skammar hann fyrir að láta hana sjá um hluti eins og stíflað klósett og parið segir oft frá því að hún hafi hvatt hann áfram með orðunum: Ekki klúðra þessu, félagi, áður en hann hélt mikilvæga ræðu 2004.

Hún segir líka frá því að Barack hafi verið alinn upp af einstæðri móður sem hafi oft átt í erfiðleikum með að láta enda ná saman og sömuleiðis frá þeirra eigin erfiðleikum með að láta vinnu og börn ríma saman.

Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert