Sérkennilegur þingmaður endurkjörinn

,,Long Hair
,,Long Hair" Leung Kwok-hung,. Reuters

Sérkennilegur málsvari lýðræðis í Hong Kong sem kom fólki á óvart fyrir fjórum árum síðan með því að vinna þingsæti á þinginu hefur sýnt að það var engin tilviljun, því hann hefur verið endurkjörinn.

Þingmaðurinn var endurkjörinn í kosningunum á sunnudag. Hann heitir Leung Kwok-hung en er kallaður Langa hár, Long hair, og stingur æði mikið í stúf við jakkafataklæddan og viðskiptaþenkjandi fjöldann í Hong Kong.

Þingmaðurinn klæðist yfirleitt rauðum Che Guevara stuttermabol og er með sítt hár.

Leung hélt sæti sínu með 44.763 atkvæðum eða 12% atkvæða í hverfi þar sem tíu mismunandi flokkar berjast um hituna.

Leung sagði í morgun að hann hefði unnið með stuðningi unga fólksins og verkalýðsins.

Hann sagði að það væri forgangsverkefni hjá sér á þingtímabilinu að berjast fyrir lágmarkslaunum í Hong Kong.

Leung er sonur þjóns á bresku nýlenduheimili og hann hefur tekið virkan þátt í mótmælum í Hong Kong. Þar kallar hann í gjallarhorn, brennir flögg og hefur átt í átökum við lögreglu.

Leung hefur sýnt samskonar takta á þinginu og á götum úti, hann steytti hnefa og hrópaði Lengi lifið lýðræðið, lengi lifi fólkið, þegar hann sór embættiseið.

Hann hefur sömuleiðis haldið áfram að mótmæla á götum úti.

Honum og öðrum aðgerðarsinna var hent út af aðal ólympíuvettvanginum fyrir hestaíþróttir í Hong Kong fyrir að halda á miða sem á stóð: Enga harðstjórn og fyrir að syngja „Endið einsflokkskerfið” og átti þar við kínverska valdakerfið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert