Rætt um að eitra vatn í Danmörku

Bandarísk eftirlitsstofnun sem m.a. fylgist með hryðjuverkahótunum, hefur greint frá því að hópur herskárra múslíma hafi átt um það viðræður á netinu hvernig hægt sé að drepa sem flesta Dani í einni hryðjuverkaárás. Muni þeir m.a. hafa rætt möguleika á því að menga vatn í Danmörku. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.

Samtökin The Jamestown Foundation, sem fylgjast m.a. með spjallsíðum herskárra múslíma, segja umræður um árásir á Dani hafa verið helsta umræðuefnið á slíkum síðum að undanförnu. Hafa eiturefni á borð við blásýru, saltsýsu og tallíum verið nefnd í þeirri umræðu.

Samkvæmt því sem fram kemur í blaðinu Ekstra Bladet hefur þó ekki einungis verið rætt um að gera slíkar árásir í Danmörku heldur einnig í Bretlandi. Þá hafi menn velt því fyrir sér hvort hægt væri að eitra vatn í öllu Evrópusambandssvæðinu.Ljóst þykir að Múhameðsteikningamálið sé ástæða þess að umræddur hópur hefur sérstakan áhuga á hryðjuverkum gegn Dönum.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert