Ekki nást samningar í Simbabve

Morgan Tsvangirai og Robert Mugabe eiga enn í samningaviðræðum.
Morgan Tsvangirai og Robert Mugabe eiga enn í samningaviðræðum. AP

Samningamönnum tókst ekki að komast að samkomulagi um skiptingu ráðherraembætta í Simbabve í dag. Talsmenn stjórnarandstöðunnar MDC neituðu tillögum og sögðust ekki vera hækja ZANU-PF flokksins, flokks Roberts Mugabe.

„Þeir vilja öll lykilembættin en við viljum alvöru valddreifingu,“ sagði Nelson Chamisa, talsmaður MDC. Hann sagði að samningaviðræðum yrði haldið áfram þar til sættir næðust.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert