Byssumaðurinn var yfirheyrður í gær

Finnska lögreglan yfirheyrði í gær byssumanninn sem banaði níu samnemendum sínum í iðnskóla í Kauhajoki í morgun vegna myndskeiða sem maðurinn hafði sett á You Tube. Þetta staðfestir Anne Holmlund innanríkisráðherra Finna. Í myndskeiðunum sést hvar maðurinn æfir sig með skammbyssu. 

„Lögreglan vissi af þessum upptökum og ræddi við hann í gær. Lögreglumaðurinn á vakt það hins vegar sem svo að það væri ekki ástæða til þess að afturkalla byssuleyfi mannsins,“  segir Holmlund og bendir á að maðurinn hafi fyrr á þessu ári fengið tímabundið skotleyfi fyrir 22 kalíbera byssu.

Skólameistari iðnskólans, þar sem árásin var gerð, staðfesti einnig í dag, að árásarmaðurinn héti  Matti Juhani Saari og sé 22 ára. Hann hefur stundað matreiðslunám við skólann undanfarin tvö ár. 

Lögregla notaði herbíla til að girða skólahúsið af.
Lögregla notaði herbíla til að girða skólahúsið af. Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert