Ósmekklegur hrekkur á YouTube

Sænska lögreglan handtók í dag fimmtán ára pilt í Örebro vegna gruns um að hann hygði á fjöldamorð í líkingu við það sem  nemandi í Kauhajoki í Finnlandi framdi fyrr í mánuðinum. Var pilturinn handtekinn eftir ábendingu frá lögreglu í Flórída um að pilturinn hefði sett inn myndband með slíkum skilaboðum á YouTube. 

Anders Ahlqvist, yfirmaður rannsóknardeildar ríkislögreglustjóraembættisins, segir að ekkert hafi fundist á heimili piltsins og í ljós hafi komið að um ósmekklegan hrekk piltsins hafi verið að ræða. Var honum sleppt að loknum yfirheyrslum, samkvæmt frétt á vef Dagens Nyheter.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert