Síðustu sjónvarpskappræðurnar

John McCain og Barack Obama.
John McCain og Barack Obama. Reuters

Í kvöld fara fram síðustu sjónvarpskappræðurnar þar sem John McCain, forsetaefni repúblikana, og Barack Obama, forsetaefni demókrata, mætast andspænis hvor öðrum í sjónvarpssal fyrir komandi kosningar. Tæpar þrjár vikur eru þar til Bandaríkjamenn kjósa sér nýjan forseta þann 4. nóvember nk.

McCain vonast til þess að snúa vörn í sókn með góðri frammistöðu. Skv. nýjustu skoðanakönnunum er bilið á milli hans og Obama farið að aukast nokkuð.

Þetta er því eitt af lokatækifærum McCain til að styrkja sig á landsvísu og komast á skrið.

Sjónvarpskappræðurnar, sem fara fram í Hofstra háskólanum í Hempstead í New York ríki, hefjast kl. 21 að staðartíma (kl. 1 að íslenskum tíma í nótt). Þetta eru þriðju og síðustu sjónvarpskappræður forsetaframbjóðendanna og er búist við að um 60 milljónir sjónvarpsáhorfenda muni fylgjast með í kvöld.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert