Forskot Obama orðið 10%

Barack Obama, forsetaframbjóðandi demókrata í Bandaríkjunum, er með 10% forskot á John McCain, frambjóðanda repúblikana, samkvæmt nýrri könmnun, sem Reutersfréttastofan birti í morgun. Samkvæmt könnuninni segjast 52% líklegra kjósenda ætla að greiða Obama atkvæði en 42% segjast myndu kjósa McCain.

Forsetakosningarnar fara fram 4. nóvember. 

Bilið á milli frambjóðendanna hefur breikkað aftur síðustu þrjá daga en um helgina sótti McCain nokkuð í sig veðrið. 

John Zogby, sem stýrði könnuninni, segir að fylgi Obama fari vaxandi í öllum stærstu kjósendahópunum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert