Amma Obama látin

Barack Obama ásamt afa sínum og ömmu: Stanley og Madelyn …
Barack Obama ásamt afa sínum og ömmu: Stanley og Madelyn Dunham Reuters

Barack Obama, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, greindi frá því í kvöld að amma hans hafi látist í dag. Í yfirlýsingu sem forsetaframbjóðandinn og systir hans sendu frá sér í dag kemur fram að amma þeirra, Madelyn Dunham, hafi látist eftir erfiða baráttu við krabbamein.

Fyrir tíu dögum gerði Obama hlé á kosningabaráttunni til þess að heimsækja ömmu sína á Hawaii eftir að hún mjaðmagrindarbrotnaði. Dunham gekk Obama um margt í móðurstað á unglingsárum hans á Hawaii og kvaðst Obama ekki vilja gera sömu mistökin og hann gerði með því að ferðast ekki í tæka tíð til móður sinnar áður en hún lést af völdum krabbameins árið 1995.

„Hún var stoð og stytta fjölskyldunnar, kona sem náði merkilegum árangri og bjó yfir styrk og mannúð. Hún hvatti og leyfði okkur til að grípa tækifærin. Hún var stolt af barnabörnum sínum og barnabarnabörnum og yfirgaf þennan heim fullviss um að hún hefði haft varanleg áhrif. Við stöndum í óendanlegri þakkarskuld við hana," segja systkinin í yfirlýsingunni. 


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert