McCain búinn að kjósa

JESSICA RINALDI

John McCain mætti á kjörstað í Phoenix í Arizona í dag, umkringdur starfsmönnum bandarísku leyniþjónustunnar. Skömmu áður hafði Sarah Palin, varaforsetaframbjóðandi, kosið í Alaska. Hún ætlaði að því loknu að fljúga til Phoenix að hitta McCain. Þar munu þau í sameiningu fylgjast með úrslitum kosninganna.

Að sögn nærstaddra á kjörstaðnum í Phoenix notuðu leyniþjónustumennirnir lítil málmleitartæki á kjósendur á leið inn á kjörstaðinn, litla kirkju.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert