Obama vann í Vermont-McCain í Kentucky

Liam Greer, sex mánaða, á kjörstað í Amman í Ohio.
Liam Greer, sex mánaða, á kjörstað í Amman í Ohio. Reuters

Fox sjónvarpsstöðin í Bandaríkjunum spáði því á miðnætti, að Barack Obama hefði farið með sigur af hólmi í Vermont og John McCain hefði sigrað í Kentucky en kjörstöðum var víða lokað á austurströnd Bandaríkjanna  á miðnætti að íslenskum tíma. 

Fox byggði þessar niðurstöður sínar á útgönguspám í ríkjunum tveimur. 8 kjörmenn eru í Kentucky en 3 í Vermont.

Sjónvarpsstöðin treysti sér ekki til að spá fyrir um úrslit í Virginíu, Suður-Karólínu og Indiana. Hins vegar spáði stöði því að repúblikaninn Mitch Danilels hefði náð endurkjöri sem ríkisstjóri Indiana.

Þá spáir AP fréttastofan, að demókratar vinni sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings í Virginíu af repúblikönum.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert