Bill gerir sitt til að tryggja Hillary embættið

Bill Clinton.
Bill Clinton. Reuters

Bill Clinton, fyrrum forseti Bandaríkjanna, er sagður vinna hörðum höndum að því að tryggja, að eiginkonan, Hillary Rodham Clinton, verði útnefnd sem næsti utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Þetta er haft eftir nánum samstarfsmönnum Baracks Obama, verðandi forseta Bandaríkjanna.

Clinton er sagður vera reiðubúinn að fallast á ýmsar tilslakanir svo allt sé uppi á borðinu. T.a.m. mun hann hafa samþykkt að nafngreina nokkra af helstu gefendum í góðgerðarsjóð sem hann stofnaði. Þá mun hann senda upplýsingar um öll framtíðarverkefni sjóðsins til umfjöllunar siðanefndar auk þess sem hann mun greina nefndinni frá því fái hann í greiðslur fyrir ræðuhöld.

Fram kemur að Clinton muni einnig hætta að koma að daglegum rekstri sjóðsins á meðan Hillary gegnir embættinu. Einnig að hann muni láta utanríkisráðuneytið vita af því hvar hann muni koma fram til að tala opinberlega auk þess sem hann mun veita upplýsingar um allar nýjar tekjur.

Líklegt þykir að Hillary Clinton taki við af Condoleezzu Rice sem næsti utanríkisráðherra Bandaríkjanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert