Neyðarlög boðuð í Tailandi

Mótmælendur berja mann fyrir að keyra leigubíl að alþjóðaflugvellinum í …
Mótmælendur berja mann fyrir að keyra leigubíl að alþjóðaflugvellinum í Bangkok höfuðborg Tailands AP

Yfirvöld í Tailandi hafa lýst því yfir að þau hyggist setja neyðarlög á tveimur flugvöllum Bagkok-borgar en mótmælendur, sem krefjast afsagnar stjórnarinnar, hafa flugvellina á sínu valdi. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

Mikil spenna er í landinu og ganga sögusagnir um yfirvofandi valdarán hersins nú fjöllunum hærra. Í gær hafnaði Somchai Wongsawat forsætisráðherra tilmælum Anupong Paochinda yfirmanns hersins um að boðað verði til kosninga líkt og mótmælendur hafa krafist. 

Samkvæmt tailenskum neyðarlögum eru samkomur fleiri en fimm einstaklinga bannaðar. Þá eru handtökur heimilaðar án ákæru og hægt er að takmarka starfsemi fjölmiðla.

Stjórnarandstæðingarnir sem tóku yfir alþjóðlega flugvöllinn í Bangkok í Taílandi í fyrradag lokuðu öðrum flugvelli í morgun.

Stuðningsmenn Þjóðarsamtaka fyrir lýðræði (PAD) þyrptust að Don Mueang flugvellinum seint í gær í því skyni að hindra þingmenn í að fljúga til Chiang Mai í norðurhluta landsins þar sem þeir höfðu verið boðaðir til neyðarfundar með Somchai.  Hann hefur ekki getað flogið til höfuðborgarinnar frá því hann kom heim frá Perú í fyrradag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert