Blóðug helgi í Mexíkó

Mexíkóskir hermenn á verði.
Mexíkóskir hermenn á verði. TOMAS BRAVO

Í það minnsta 43 létu lífið í árásum sem taldar eru tengjast verslun með eiturlyf í Mexíkó um helgina. Liðin helgi var ein sú blóðugasta á árinu sem hefur einkennst af grimmilegum árásum og mannránum.

Sextán létu lífið á sunnudag í ríkinu Chihuahua, sem á landamæri að Texasríki í Bandaríkjunum. Tíu létust aðfaranótt laugardags í sama ríki en í Chihuahua berjast eiturlyfjahringir um smyglleiðir fyrir eiturlyf yfir til Bandaríkjanna.

Að sögn dagblaðanna El Universal og Milenio hafa yfir 5.000 manns látið lífið í Mexíkó á þessu ári. Að sögn yfirvalda hafa yfir 3.000 látist í árásum tengdum eiturlyfjum þrátt fyrir aðgerðir yfirvalda sem m.a. hafa falist í að setja 36.000 hermenn til eftirlits.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert