Árás yfir landamærin til Pakistans

Sjö létu lífið í árás sem talið er að bandaríska herliðið í Afganistan hafi gert á hús í Waziristan á landamærum Afganistans og Pakistans. Bandaríska herliðið hefur gert rúmlega 20 slíkar árásir yfir landamærin til Pakistans frá því í ágúst og hefur það skapað mikla spennu í Pakistan. Þetta kemur fram á fréttavef BBC. 

Óstaðfestar fréttir herma að tvö fjarsýrð flugskeyti hafi hafnað á rammgerðu húsinu. Liðsmenn al Qaeda samtakanna og talibanahreyfingarinnar hafa bækistöðvar á svæðinu og hafa árásir bandaríska herliðsins beinst gegn þeim.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert